30.12.2008 | 21:31
Egluverkefnin
Við áttum að gera að minnsta kosti 4 ritunarverkefni í Eglu. Ég gerði þá 6 verkefni sem voru bara ágæt, ég byrjaði á að gera bréf sem átti að vera frá dóttur Ármóðs til vinkonu hennar og það lýsti því hvað gerðist heima hjá henni um dag og nóttu þegar Egill kom á gistiheimilið. annað verkefnið var ljóðaauglýsing á ljóðabók með ljóðum Egils, þriðja samtal á milli mömmu gríms og mömmu Egils, fjórða var lýsing á aðalpersónu Eglu og teikning fyrir Disney fyrirtækið, fimmta var viðtal við Egil í útvarpsþættinum Svona er maðurinn. Og svo að lokum gerði ég dúkku af Þórdísi dóttur Þórólfs sem var bróðir Egils.
Hér eru lýsingar á verkefnunum hvernig ég vann þau:
1. Ég gerði uppkast af bréfinu og svo hreinskrifaði ég það, depplaði blautum tepoka yfir og reif í kring. Svo rúllaði ég því upp og batt í kringum.
2. Ég skrifaði allskonar setningar á grátt blað og reif í kringum þær allar. Svo límdi ég þær í brúnt A3 karton og gerði "feita" stafií fyrirsögn sem stóð Ljóð Egils.
3. Ég byrjaði á að gera uppkast á samtalinu og lét svo kennarann minn fara yfir, svo hreinskrifaði ég textann og reif í kring. ég tók svo tvö A4 blöð (eitt grátt og hitt hvítt) og límdi textann yfir og hafði þá blöðin í sérstakri stellingu bakvið.
4. Ég tók grátt blað og teiknaði Egil Skallagrímsson með sverð, skjöld og hjálm. Hann var reiður á svip og horfði út í loftið, ég litaði hann svo og klippti út, svo skrifaði ég lýsingu á honum og límdi svo allt á appelsínugult karton.
5. Ég og Dalmar gerðum handrit fyrir viðtal á Agli Skallagrímsseni og tókum nokkrum sinnum upp á snældu. Dalmar átti að vera Egill og ég var að taka viðtalið.
6. Ég teiknaði og litaði Þórdísi, dóttur Þórólfs, svo teiknaði ég og litaði auka hluti og föt fyrir hana. Ég gerði svo kassa úr brúnu kartoni, límdi allt inn og setti glært plast fremst, þá leit þetta eins og leikfang í búð. Á eftir því skrifaði ég stutta umsögn um hana og gerði líka verðamiða og afslátt á kassann þá var allt þetta tilbúið.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 21.2.2009 kl. 13:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.