Færsluflokkur: Menntun og skóli

Skólaárið 2008-2009

Á þessu ári erum við búin að gera mjög mikið t.d. heilsutímarit, landafræði, endalaust um hvali, jarðfræði, stjörnufræði, enskuverkefni, val, þemaviku um heimsálfurnar, snorra sturluson verkefni, Eglu og mikið fleira. Mér fannst skemmtilegast að vinna í jarðfræði og heilsutímaritið. ég ætla að segja smá frá þessum verkefnum:

Heilsutímarit: Allur 6. bekkur átti að gera  verkefni um heilsuna sem var tímarit um heilsuna. Tímaritið mitt hét Hollusta & heilbrigði og það kom vel út. ég var mjög ánægð með það og fékk fína einkunn. Í tímaritinu voru mörg verkefni sem ég gerði þau voru t.d. um ballett, offita, anorexia, vatn, íþróttaskoðunakönnun o.fl.

Jarðfræði: Við áttum að vera tvö og tvö saman að læra um eitt eldfjall og ég var með Sólrúnu. Við völdum að gera 10 glærur í powerpoint um Hvannadalshnjúk. Það gekk vel að vinna og það var mjög gaman að kynna Hvannadalshnjúk.

 


Val

eitthvad 

í 5-6 bekk var val og fræðsla um eitthvað í hverri stofu eins og um kína, um Martin Luther king, Ghandi, tónlist og fleira svoleiðis.Mér fannst þetta vera öðruvísi og ágætt.

Mér fannst skemmtilegast að læra um tónlist því  að ég hef mikinn áhuga á tónlist og þá vorum við að tala mikið um tónlist sem er mikið hlustað á í dag.


Landafræði

Bekkurinn okkar var að vinna um norðurlöndin 7. við áttum að velja okkur eitt land og gera kynningu um það í powerpoint eða movie maker. Ég valdi að gera movie maker myndband um Færeyjar og nú veit ég miklu meira um það heldur en ég gerði t.d. að það búa 48.000 manns í Færeyjum, að vikivaki hefur haldist lengi uppi og að það eru ekki tré á eyjunum. Mér gekk vel að vinna þetta og fannst þetta verkefni skemmtilegt.

Hér er myndbandið mitt:


Þemavika

Í síðustu viku var þemavika um heimsálfurnar. 5-7 bekk var skipt í 5 hópa og hver hópur var alltaf með eina heimsálfu á dag. Við unnum með heimsálfurnar N-Ameríku, Asíu, S-Ameríku, Afríku og Ástralíu. Það voru gerð verkefni og hlutir sem tengjast heimsálfunum t.d. boomerang í Ástralíu, martraðarfangara í N-Amerínu og vinabönd í S-Ameríku. Það kom fólk frá Filippseyum ig kenndu okkur skemmtilegann ánaxstaskurð og Filippiskan þjóðdans. Mér fannst skemmtilegast í Asíu og Ástralíu af því að í Asíu var allt mjög fróðlegt og fallegt í Kína og öðrum löndum og svo í Ástralíu máluðum við punktamyndir og gerðum boomerang sem var mjög gaman. Mér leist vel á þessa þemaviku og lærði mikið um heimsálfurnar.


Snorraleikrit

Öllum árgangnum var skipt í 11 hópa og fengu 1 kafla hver úr Snorrasögu, áttu svo að semja handrit úr hverjum kafla. Kennarar fóru svo yfir og völdu hlutverk og búninga. Ég átti að leika Hákon konung. Hópar sem voru búnir með sitt handrit áttu að gera leikmuni. Við æfðum svo leikritið bæði í stofum og salnum. Síðan var generealprufa og daginn eftir sýningin. Leikritið gekk vel, mér fannst þetta vera bara ágætt.


Snorri Sturluson

Við erum núna að vinna um Snorra Sturluson. Við erum búin að fara í Reykholt sem var mjög gaman og fræðandi, Einar Kárason er búinn að koma í skólann og sagði okkur um ævi Snorra Sturlusonar og Sturlunga. Mér finnst bara gaman að læra um Snorra en það getur samt verið svolítið Þreytandi. Við erum mest núna í hefti sem heitir Snorrasaga og það er með spurningum úr öllum köflum bókarinnar Snorrasaga. Ég er búin að læra miklu meira um Snorrasögu heldur en áður en við byrjuðum í þessu verkefni t.d. að Snorri fæddist árið 1179 í Hvammi í dölum og dó árið 1242, hann átti fóstru sem hét Etilríður og hún kenndi honum nánast allt um Noregskonunga. Hann skrifaði Eddu, sögu Noregskonunga og talið er að hann skrifaði líka Eglu eða Egilssögu.

Þetta er Snorralaug.


Egluverkefnin

Við áttum að gera að minnsta kosti 4 ritunarverkefni í Eglu. Ég gerði þá 6 verkefni sem voru bara ágæt, ég byrjaði á að gera bréf sem átti að vera frá dóttur Ármóðs til vinkonu hennar og það lýsti því hvað gerðist heima hjá henni um dag og nóttu þegar Egill kom á gistiheimilið. annað verkefnið var ljóðaauglýsing á ljóðabók með ljóðum Egils, þriðja samtal á milli mömmu gríms og mömmu Egils, fjórða var lýsing á aðalpersónu Eglu og teikning fyrir Disney fyrirtækið, fimmta var viðtal við Egil í útvarpsþættinum Svona er maðurinn. Og svo að lokum gerði ég dúkku af Þórdísi dóttur Þórólfs sem var bróðir Egils.

Hér eru lýsingar á verkefnunum hvernig ég vann þau:

 

1. Ég gerði uppkast af bréfinu og svo hreinskrifaði ég það, depplaði blautum tepoka yfir og reif í kring. Svo rúllaði ég því upp og batt í kringum.

 

2. Ég skrifaði allskonar setningar á grátt blað og reif í kringum þær allar. Svo límdi ég þær í brúnt A3 karton og gerði "feita" stafií fyrirsögn sem stóð Ljóð Egils.

 

3. Ég byrjaði á að gera uppkast á samtalinu og lét svo kennarann minn fara yfir, svo hreinskrifaði ég textann og reif í kring. ég tók svo tvö A4 blöð (eitt grátt og hitt hvítt) og límdi textann yfir og hafði þá blöðin í sérstakri stellingu bakvið.

 

4. Ég tók grátt blað og teiknaði Egil Skallagrímsson með sverð, skjöld og hjálm. Hann var reiður á svip og horfði út í loftið, ég litaði hann svo og klippti út, svo skrifaði ég lýsingu á honum og límdi svo allt á  appelsínugult karton.

 

5. Ég og Dalmar gerðum handrit fyrir viðtal á Agli Skallagrímsseni og tókum nokkrum sinnum upp á snældu. Dalmar átti að vera Egill og ég var að taka viðtalið.

 

6. Ég teiknaði og litaði Þórdísi, dóttur Þórólfs, svo teiknaði ég og litaði auka hluti og föt fyrir hana. Ég gerði svo kassa úr brúnu kartoni, límdi allt inn og setti glært plast fremst, þá leit þetta eins og leikfang í búð. Á eftir því skrifaði ég stutta umsögn um hana og gerði líka verðamiða og afslátt á kassann þá var allt þetta tilbúið.  

 


Movie maker..Eglu myndband

Við vorum að vinna í movie maker að gera Eglu myndband við Það mælti mín móðir og settum inná http://www.youtube.com/ . Við byrjuðum að finna myndir inná http://flickr.com/ og http://www.google.is/ svo röðuðum við myndunum í movie maker og stilltum tímann. Svo tókum við upp hljóð og settum það við. Við bjuggum síðan til aðgang inná youtube og settum myndbandið þar inná.

Hér er myndbandið mitt ef þú villt skoða:

 

 


Egla

Við erum að læra í Eglu og það er um Egil Skallagrímsson. Ég gerði t.d 5 ritunarverkefni og þau eru: Bréf til vinkonu dóttur Ármóðs, ljóðaauglýsing með ljóðum Egils, lýsingu og teikning á aðalpersónum í sögunni, dúkka af Þórdísi dóttur Þórólfs og svo er það útvarpsþáttur sem er viðtal við Egil. Fyrir nokkrum vikum fór allur árgangurinn á Eglusafn og þar var margt skemmtilegt að skoða. Mér finnst bara mjög gaman að vinna í Eglu og allt mjög fróðlegt.


Hvalaritgerðin mín

Núna á haustönninni var ég að vinna um hvali og gerði þá allskonar verkefni t.d. Hvalaritgerð. Nú ætla ég að segja smá frá henni. Ég byrjaði að gera nokkra kafla á uppkasti sem voru: Inngangur, einkenni, undirættbálkar, um minn hval, veiðar, verndun, hvalaskoðun, saga, niðurlag og heimildaskrá. Ég fann upplýsingarnar úr bókun, af netinu og svo fann ég myndir inná google.  Ég gerði um Andarnefju og almennt um hvali í ritgerðinni. Ég lærði bara allt um hvali í þessari ritgerð og mér fannst ekkert vera erfitt nema að ég varð soldið þreytt að gera svona mörg uppköst. Mér gekk bara vel að setja ritgerðina inná box.net ..

Smelltu hér til að skoða ritgerðina mína! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband